Þau bestu neyðast til þess að yfirgefa Ísland

„Þjálfarar á Íslandi, í frjálsum íþróttum, eru ekki í fullri vinnu við að þjálfa,“ sagði kúluvarparinn og Ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir í Dagmálum.

Erna Sóley, sem er 24 ára gömul, fór á sínu fyrstu Ólympíuleika á dögunum í París í Frakklandi en hún er margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi í kúluvarpi.

Færð ekki þá athygli sem þú þarft

Erna Sóley er ein af þeim frjálsíþróttakonum sem þykir einna líklegust til afreka í komandi framtíð en hún íhugar nú að yfirgefa landið og æfa annarsstaðar.

„Þú færð ekki þá athygli sem þú þarft og það er í raun nauðsynlegt fyrir íslenskt frjálsíþróttafólk að fara eitthvað annað,“ sagði Erna Sóley.

„Það er alltaf leiðinlegt að missa besta íþróttafólkið úr landi en staðan er bara sú að ég er að æfa mikið ein.

Þannig er það með flest frjálsíþróttafólk og það er hálf ótrúlegt hversu mikið af frambærilegu frjálsíþróttafólki við eigum, miðað við aðstæðurnar hérna,“ sagði Erna Sóley meðal annars.

Viðtalið við Ernu Sóley í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert