Franskur landsliðsmaður hvarf í sjóinn

Mehdi Narjissi, til hægri.
Mehdi Narjissi, til hægri. Ljósmynd/Twitter

Medhi Narjissi, franskur unglingalandsliðsmaður í ruðningi, hvarf í sjóinn við Höfðaborg í Suður-Afríku í síðasta mánuði. 

Sterkar öldur hrifu Narjissi með sér þegar að hann synti í sjónum ásamt franska U18 ára landsliðinu. 

Þrátt fyrir mikla leit fannst hinn sautján ára gamli Narjissi ekki og íhugar franska ruðningssambandið að kæra stjórnendur U18 ára landsliðsins. 

Áttu sjórnendur að hafa sýnt mikið gáleysi með því að hundsa viðvörunarskilti á stördinni. 

Narjissi var nýbúinn að semja við franska meistaraliðið Toulouse. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert