Fimmtán ára vann fyrsta stigamótið

Hlynur Stefánsson mundar kjuðann á mótinu um helgina.
Hlynur Stefánsson mundar kjuðann á mótinu um helgina.

Hinn ungi og bráðefnilegi Hlynur Stefánsson bar sigur úr býtum í fyrsta stigamóti vetrarins í pool, sem fór fram á Billiardbarnum um helgina. Í úrslitaleiknum lagði Hlynur Agnar Olsen að velli með sannfærandi hætti, 7:1.

Keppt var í „8-ball“ en í stigamótinu í vetur er auk þess keppt í „9-ball“ og „10-ball“. Alls tóku 29 manns þátt í mótinu og fjölmargir nýir leikmenn spreyttu sig gegn þeim allra bestu hér á landi.

Hlynur, sem er aðeins 15 ára gamall, þykir mikið efni en á síðasta tímabili varð hann þrefaldur Íslandsmeistari og stigameistari. Þá hefur Hlynur ekki setið auðum höndum í sumar en hann hefur tekið þátt í EM fullorðinna, EuroTour og Norðurlandamótinu. Þá endaði hann í 5. sæti á EM hjá 17 ára og yngri.

Um næstu helgi verður svo annað stigamót mótaraðarinnar í snóker sem haldin verður á Snóker og Pool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert