Krakkar með greiningu elti drauma sína

Jón Margeir Sverrisson.
Jón Margeir Sverrisson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sundmaðurinn fyrrverandi, Jón Margeir Sverrisson, gullverðlaunahafi á Paralympics í Lundúnum árið 2012, hvetur fötluð börn á Íslandi til þess að prófa sig áfram til þess að finna íþrótt við sitt hæfi.

Aðeins fjögur prósent fatlaðra barna á Íslandi 17 ára og yngri stunda íþróttir.

„Það eru til alls konar íþróttir: skák, boccia, keila, sund, hjólreiðar, bogfimi, skautar, hvað sem er. Málið er bara að finna sína eigin íþrótt og styrkleika,“ sagði Jón Margeir í samtali við Kópavogsblaðið.

Þó hann sé hættur að keppa í sundi er Jón Margeir enn mjög duglegur að hreyfa sig. Sagði hann hægt að líta til ýmissa þátta við val á íþróttagrein.

„Ertu sterkastur í kringum axlir og hendur? Þá er kannski kúluvarp og spjótkast eitthvað fyrir þig. Ertu með styrk í fótunum? Þá er kannski sniðugt að æfa spretthlaup. Ertu með mikið úthald?

Hvernig væri þá að skoða að æfa sund, hjólreiðar eða skíði, bara svona sem dæmi. Það er mjög gott fyrir unga krakka sem eru með einhvers konar greiningu að elta drauma sína og fara í þá íþrótt sem þau vilja vera í.“

Viðtalið við Jón Margeir má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert