Efnilegri fimleikakonu hótað lífláti

Livvy Dunne
Livvy Dunne Ljósmynd/LSU

Fimleikakonan bandaríska Livvy Dunne hefur orðið fyrir miklu níði á samfélagsmiðlum. Dunne, sem er 21 árs, hefur verið sigursæl í fimleikum á háskólastigi þar sem hún keppir fyrir LSU-háskólann í Louisiana.

Auk þess að vera sterk fimleikakona er hún einnig vinsæll áhrifavaldur. Dunne er með 8,1 milljónir fylgjenda á TikTok og 5,3 milljónir fylgjenda á Instagram.

Hún greindi frá því í heimildamyndinni The Money Game að henni hafi borist líflátshótanir í gegnum samfélagsmiðla.

„Ein manneskja sendi mér skilaboð á Instagram og sagði mér að ég kæmist ekki lifandi heim. Ég hafði samband við lögregluna sem afgreiddi málið,“ sagði hún m.a. í myndinni.

Hún þarf fylgd lífvarða þegar hún keppir á háskólamótum. Dunne og LSU-lið hennar unnu sér inn gullverðlaun á bandaríska háskólameistaramótinu fyrr á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert