Hverjir elta meistarana?

Keflvíkingar unnu báða bikara í vor.
Keflvíkingar unnu báða bikara í vor. mbl.is/Skúli B. Sig

Keflvíkingar hefja titilvörnina á Íslandsmóti kvenna í körfuknattleik annað kvöld með leik gegn Stjörnunni á útivelli en keppni í úrvalsdeildinni hefst hins vegar í kvöld með fyrstu þremur leikjunum.

Keflavík mætir til leiks sem þrefaldur meistari eftir að hafa unnið deildina, bikarinn og svo sjálfan Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor þegar liðið lagði granna sína frá Njarðvík, 3:0, í úrslitaeinvíginu um titilinn.

Bikarinn unnu Keflavíkurkonur með því að sigra Þór frá Akureyri örugglega í úrslitaleiknum 23. mars, 89:67.

Þrír nýliðar í deildinni

Ásýnd deildarinnar er talsvert breytt frá síðasta tímabili þar sem þrjú lið hurfu á braut og þrjú ný lið eru komin í staðinn.

Breiðablik hætti keppni fyrir áramót, Snæfell féll í umspili með liðum 1. deildar og Fjölnir ákvað síðan að senda lið sitt ekki í úrvalsdeildina og verður þess í stað í 1. deildinni í vetur.

Hamar/Þór vann 1. deildina og Aþena vann Tindastól í úrslitum um úrvalsdeildarsæti. Þegar Fjölnir óskaði eftir því að fara niður um deild fékk Tindastóll sætið og er þriðji nýliðinn í deildinni í vetur.

Miðað við spána sem birt var síðasta föstudag er ekki reiknað með miklum breytingum á valdajafnvægi liðanna á komandi vetri. Keflavík er áfram talið sigurstranglegasta liðið, en tapaði þó óvænt fyrir Þór frá Akureyri á heimavelli í Meistarakeppni KKÍ á laugardaginn.

Greinina í heild sinni má sjá í Morgunblaði dagsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert