Sú besta slítur samstarfi við þjálfarann

Iga Swiatek.
Iga Swiatek. AFP/Kena Betancur

Pólska tenniskonan Iga Swiatek, sem er í efsta sæti heimslistans, er hætt samstarfi við þjálfara sinn Tomasz Wiktorowski.

Wiktorowski hafði þjálfað Swiatek frá því í apríl árið 2022. Þá hafði hún einungis unnið einn stórmeistaratitil á ferlinum.

Eftir að þau hófu samstarf hafa hins vegar fjórir stórmeistaratitlar bæst við, þar af þrír í röð á Opna franska meistaramótinu.

Í tilkynningu frá Swiatek segir að leiðir skilji í góðu og að um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða.

Hún komst í fyrsta sinn í efsta sæti heimslistans í apríl 2022 og hefur vermt sætið í alls 123 vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert