„Þá var ég lögbrjótur“

„Ég byrjaði að skjóta þar og það er mjög flott starf unnið hjá skotfélaginu Markviss,“ sagði skotíþróttamaðurinn og Ólympíufarinn Hákon Þór Svavarsson í Dagmálum.

Hákon Þór, sem er 46 ára gamall, fór á sína fyrstu Ólympíuleika í sumar í París í Frakklandi þar sem hann náði bestum árangri Íslendings frá upphafi í leirdúfuskotfimi þegar hann fékk 116 stig og hafnaði í 23. sæti.

Önnur lög í sveitinni

Hákon hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um skotíþróttir og veiði og byrjaði ungur að árum að munda haglabyssuna en hann er uppalinn í austur-Húnavatnssýslu.

„Þá var ég lögbrjótur,“ sagði Hákon.

„Ég held að ég hafi verið um 14 ára gamall þegar ég fór fyrst að veiða gæs með pabba.

Það gildi ekki sömu reglur í sveitinni, önnur lög í það minnsta,“ sagði Hákon meðal annars.

Viðtalið við Hákon Þór í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Hákon Þór Svavarsson.
Hákon Þór Svavarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert