Spennandi Evrópuleikur í Digranesi

Frá baráttunni í Hveragerði í kvöld.
Frá baráttunni í Hveragerði í kvöld. Ljósmynd/Hamar

Hamar er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í blaki eftir tap gegn hollenska liðinu Limax í Digranesi í Kópavogi í kvöld, 3:1.

Hamarsmenn töpuðu fyrri leiknum í Hollandi 3:0 og var ljóst að verkefnið í kvöld væri ærið. Hamar sýndi þó góða frammistöðu og voru allar hrinurnar jafnar.

Limax var með frumkvæðið í jafnri fyrstu lotu og vann hana að lokum 25:22. Staðan í annarri hrinu var 20:20, þegar hollenska liðið náði góðum kafla og vann hrinuna 25:20.

Þriðja hrinan var einnig jöfn og spennandi og var staðan 22:22 þegar Hamarsmenn náðu góðum spretti og unnu hrinuna 25:23.

Gestirnir sá svo um að vinna jafna fjórðu hrinu, 25:23, og leikinn í leiðinni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert