Íslensku liðin í úrslit Evrópumótsins

Íslenska kvennalandsliðið.
Íslenska kvennalandsliðið. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Kvennalið Íslands fékk næsthæstu einkunn allra í undanúrslitum Evrópumótsins í hópfimleikum í Bakú í Aser­baíd­sj­an í dag. 

Kvennaliðið er þar með komið í úrslitin sem fara fram á laugardaginn. 

Íslenska liðið fékk samtals 53.250 stig og hafnaði aðeins 700 stigum fyrir neðan Svíþjóð. 

Ísland fékk 17.950 stig fyrir gólfæfingar en þar endaði Svíþjóð með 19.250 stig. Íslenska liðið fékk hins vegar flest stig allra í hinum tveimur greinunum, 18.150 stig fyrir stökk og 17.150 stig fyrir trampolín. 

Ásamt Íslandi og Svíþjóð komust Danmörk, Noregur, Bretland og Finnland áfram. 

Blandaða liðið í fjórða sæti

Blandað lið Íslands er einnig komið í úrslit en það fékk 51.100 stig samtals og hafnaði í fjórða sæti í undanúrslitunum. 

Íslenska liðið fékk 17.700 stig fyrir gólfæfingar, 17.800 stig fyrir stökk og 15.600 stig fyrir trampolín. 

Danmörk endaði langefst með 58 þúsund stig en í öðru var Bretland með 52.500 stig. Svíþjóð endaði í þriðja sæti með 52.100 stig og Noregur og Ítalía fylgdu í úrslitin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert