Íslenska liðið Evrópumeistari

Íslensku Evrópumeistararnir.
Íslensku Evrópumeistararnir. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Blandaða ungmennalið Íslands í hópfimleikum gerði sér lítið fyrir og varð Evrópumeistari í Bakú í dag. 

Íslenska liðið endaði með 50.600 stig, 550 stigum meira en Bretland í öðru sæti. 

Ísland fékk 17.500 stig fyrir golfæfingar, 17.150 stig fyrir stökk og 15.850 stig fyrir trampólín. 

Danir höfnuðu í þriðja sæti með 48.250 stig, Svíar í fjórða með 47.500 stig og Noregur i fimmta með 41.775 stig. 

Íslenska liðið fagnar.
Íslenska liðið fagnar. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert