„Munum alveg sleppa okkur“

Andrea Sif Pétursdóttir í Bakú í dag.
Andrea Sif Pétursdóttir í Bakú í dag. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Andrea Sif Pétursdóttir varð Evrópumeistari í hópfimleikum í þriðja sinn í Bakú í dag.

Andrea hafði einu sinni áður unnið með A-landsliði kvenna en einnig með ungmennaflokki.

Hún keppti einnig á sínu sjötta móti og jafnaði þar með met. Andrea Sif sagði í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku að mótið yrði líklega hennar síðasta. 

„Það er ekkert sem lýsir því að ná markmiðinu sínu sem maður hefur unnið svo lengi að. Allt er þess virði. 

Við ætluðum okkur alltaf að vinna og töluðum opinberlega um það. Við vitum að þetta er að fara verða hörð keppni. Hugarfarið skiptir öllu máli og ég held að það skili þessu enn frekar,“ sagði Andrea við Fimleikasambandið. 

Alltaf skemmtilegt

Er þetta alltaf jafn skemmtilegt?

„Já, þetta er mjög gaman. Þriðji titilinn, annar í A-landsliðinu. Það er ólýsanleg tilfinning að ná þessu aftur. Frábært í fyrsta skipti en aftur er bara eitthvað annað.“

Hvernig verður fagnað í kvöld?   

„Við munum alveg sleppa okkur. Það er ótrúlega gaman að vera hérna allar saman og við öllu íslenska fólkinu. Við eigum síðan aukadag á morgun sem er enn betra,“ bætti Andrea Sif við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert