„Þetta var algjör geðshræring“

Andrea Sif Pétursdóttir dansar í Bakú.
Andrea Sif Pétursdóttir dansar í Bakú. Ljósmynd/FSÍ

„Ég er ennþá að átta mig á þessu ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Andrea Sif og liðsfélagar hennar í kvennalandsliðinu urðu Evrópumeistarar á laugardaginn í Bakú í Aserbaísjan í fjórða sinn í sögunni en íslenska liðið fékk 53.850 stig, 0,450 stigum meira en Svíþjóð sem hafnaði í öðru sætinu en það telst mikill munur í fimleikaheiminum. Noregur hafnaði svo í þriðja sæti með 49.450 stig.

Stressuð vegna mótsins

Hvernig leið henni þegar úrslitin voru kunngjörð?

„Þetta var algjör geðshræring. Ég var mjög stressuð vegna þessa móts, bæði í sumar, alla vikuna fyrir mótið og daginn fyrir úrslitadaginn. Ólíkt öðrum íþróttum þá snýst þetta um eitt augnablik, augnablik þar sem maður verður að standa sig. Í mörgum íþróttum eru þetta kannski margir leikir sem þú þarft að vinna í áttina að lokamarkmiðinu en hjá okkur er allt undir á einu augnabliki. Það fylgir því mikil pressa en eftir dansinn fann ég fyrir létti.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert