Keppinautur Jóns Páls fallinn frá

Geoff Capes og Jón Páll Sigmarsson keppa í sjómanni í …
Geoff Capes og Jón Páll Sigmarsson keppa í sjómanni í Sterkasta manni heims árið 1984. Skjáskot/World's Strongest Man

Ólympíufarinn Geoff Capes, sterkasti maður heims í tvígang og methafi í kúluvarpi á Bretlandseyjum, er látinn 75 ára að aldri.

Capes var einn helsti keppinautur Jóns Páls Sigmarssonar heitins á níunda áratug síðustu aldar en þeir háðu margar rimmur í keppninni Sterkasti maður heims.

Hann reyndist hlutskarpastur árin 1983 og 1985 en Jón Páll stóð uppi sem sigurvegari fjórum sinnum: árin 1984, 1986, 1988 og 1990.

Jón Páll varð í öðru sæti á eftir Capes 1983 og 1985 og Capes varð annar á eftir Jóni Páli 1986 og þriðji árið 1984.

Jón Páll Sigmarsson setti mark sitt á kraftasport á Íslandi …
Jón Páll Sigmarsson setti mark sitt á kraftasport á Íslandi og þótt víðar væri leitað allan níunda áratug síðustu aldar og fram á þann tíunda. Ljósmynd/Aðsend

Capes sett met í kúluvarpi á Bretlandi þegar hann kastaði lengst 21,68 metra árið 1980. Stendur metið enn.

Hann fór á þrjá Ólympíuleika og keppti í kúluvarpi og náði bestum árangri í Moskvu árið 1980 þegar Capes hafnaði í fimmta sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert