Sjö íslensk gull í Mónakó

Íslenski hópurinn í Mónakó.
Íslenski hópurinn í Mónakó. Ljósmynd/Karatesamband Íslands

Ísland vann til sjö gullverðlauna á Evrópumeistaramóti smáþjóða í karate sem fram fór um helgina í Mónakó. Íslensku keppendurnir unnu einnig fimm silfur og tíu brons.

Prince James Caamic Buenviaje, Embla Halldórsdóttir, Eydís Magnea Friðriksdóttir, Hugi Halldórsson, Karen Thuy Doung Vu og Una Borg Garðarsdóttir unnu öll til gullverðlauna.

Þrír dómarar frá Íslandi dæmdu á mótinu; Kristján Ó. Davíðsson, Aron Bjarkason og Aron Breki Heiðarsson.

Nánar er fjallað um mótið á heimasíðu Karatesambands Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert