Sex íslenskir keppendur á NM

Arnar Pétursson er Íslandsmeistari í víðavangshlaupi.
Arnar Pétursson er Íslandsmeistari í víðavangshlaupi. Ljósmynd/FRÍ

Á sunnudag fer fram Norðurlandameistaramótið í víðavangshlaupum í Vantaa í Finnlandi þar sem sex íslenskir keppendur mæta til leiks.

Þeirra á meðal eru nýkrýndir Íslandsmeistarar í víðavangshlaupi, Arnar Pétursson og Íris Dóra Snorradóttir.

Aðrir keppendur eru Baldvin Magnússon, Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, Stefán Kári Smárason og Helga Lilja Maack.

Í víðavangshlaupum er um að ræða bæði einstaklings- og sveitakeppni og ná Íslendingar að þessu sinni í fulla sveit í karlaflokki í fyrsta sinn á erlendri grundu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert