Ósátt með ummæli blaðamanns um útlit sitt

Barbora Krejcikova.
Barbora Krejcikova. AFP/Faynez Nureldine

Tékknenska tenniskonan Barbora Krejcikova er ósátt með ummæli sem blaðamaður lét falla um útlit sitt í beinni útsendingu.

Bandaríski íþróttablaðamaðurinn Jon Wertheim gerði grín að enninu á Krejcikova ómeðvitaður um það að hann væri í beinni.

„Þú gætir hafa heyrt um nýlegar athugasemdir sem gerðar voru á Tennis-stöðinni í umfjöllun um WTA-úrslitakeppnina sem beindust að útliti mínu frekar en frammistöðu minni. Sem íþróttamaður sem hefur helgað sig þessari íþrótt voru það vonbrigði að sjá þessa tegund af ófagmannlegum athugasemdum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona gerist í íþróttaheiminum. Ég hef oft valið að tjá mig ekki en ég tel að það sé kominn tími til að taka á þörfinni fyrir virðingu og fagmennsku í íþróttaumfjöllun,“ skrifaði Barbora á samfélagsmiðlinum X.

 

 

 Jon Wertheim baðst afsökunar og tók fulla ábyrgð á atvikinu á samfélagsmiðlinum X. 

„Ég átta mig á því að ég er ekki fórnarlambið hér og þetta var ófagmannlegt og endurspeglar ekki það sem ég stend fyrir. Þetta er mér að kenna, ég tek ábyrgð og biðst afsökunar.“ 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert