„Þú þarft að fórna miklu“

„Við æfum fimm sinnum í viku, svona oftast,“ sagði hópfimleikakonan og Evrópumeistarinn Guðrún Edda Sigurðardóttir í Dagmálum.

Guðrún Edda og Helena Clausen Heiðmundsdóttir voru í kvennaliði Íslands sem varð Evrópumeistari í fjórða sinn í sögunni í Bakú í Aserbaídsjan á dögunum.

Félagslífið í fimleikunum

Bæði Guðrún Edda og Helena hafa æft fimleika frá því að þær voru þriggja ára gamlar.

„Félagslífið hjá okkur er í fimleikunum og mínar bestu vinkonur eru í fimleikunum,“ sagði Helena Clausen.

„Þú þarft að fórna miklu og ég held sem dæmi að ég hafi fórnað mjög miklu í menntaskóla á sínum tíma,“ sagði Guðrún Edda meðal annars.

Viðtalið við þær Guðrúnu og Helenu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Guðrún Edda Sigurðardóttir og Helena Clausen Heiðmundsdóttir.
Guðrún Edda Sigurðardóttir og Helena Clausen Heiðmundsdóttir. Ljósmynd/FSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert