Einn vinsælasti streymari heims stefnir á Ólympíuleikana

IShowSpeed var viðstaddur verðlaunaafhendinguna á Gullboltanum í París í síðasta …
IShowSpeed var viðstaddur verðlaunaafhendinguna á Gullboltanum í París í síðasta mánuði. AFP/Franck Fife

Bandaríski streymarinn Darren Watkins Jr., betur þekktur sem IShowSpeed, hefur gefið það út að hann stefni á að taka þátt í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 2028.

IShowSpeed er einn vinsælasti streymari heims enda með næstflesta áhorfendur á streymi sín á heimsvísu á Youtube. Hann er 19 ára gamall og þykir afar sprettharður.

Sýndi IShowSpeed til að mynda fram á það þegar hann keppti við Noah Lyles, gullverðlaunahafa á Ólympíuleikunum í París, í 50 metra hlaupi og var ekki ýkja langt á eftir Lyles í mark.

Í streymi deildi IShowSpeed því með aðdáendum sínum að hann dreymdi um að láta af störfum í skemmtanabransanum til þess að gerast atvinnumaður í frjálsíþróttum og að stefnan væri sett á Ólympíuleikana á heimavelli eftir tæp fjögur ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert