Nýir Íslandsmeistarar í öllum flokkum

Verðlaunahafarnir á Íslandsmótinu.
Verðlaunahafarnir á Íslandsmótinu.

Nýir Íslandsmeistarar voru krýndir í öllum flokkum á Íslandsmótinu á listskautum sem fram fór í Egilshöllinni í Reykjavík um síðustu helgi.

Elín Katla Sveinbjörnsdóttir úr Fjölni varð Íslandsmeistari í nýliðaflokki (Advanced Novice) með 99,16 heildarstig, sem er persónulegt met. Katla Karítas Yngvadóttir úr SR varð önnur og náði líka sínum besta árangri, 69,73 stigum.

Sædís Heba Guðmundsdóttir varð Íslandsmeistari í unglingaflokki kvenna með 112,04 stig í heildina sem er persónulegt met. Dharma Elísabet Tómasdóttir varð önnur með 67,38 heildarstig.

Lena Rut Ásgeirsdóttir úr SR var eini keppandinn í flokki fullorðinna kvenna og fékk 87,79 stig.

Þá keppti íslenskt par á listskautum í fyrsta skipti á móti á Íslandi. Júlía Sylvía og  Manuel, sem náðu á sínu fyrsta móti lágmörkum fyrir Evrópumeistaramótið, kepptu í fyrsta sinn á Íslandsmóti og fengu samtals 137,61 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert