Baldvin á leið á EM í Tyrklandi

Baldvin Þór Magnússon keppir í Tyrklandi.
Baldvin Þór Magnússon keppir í Tyrklandi. mbl.is/Óttar Geirsson

Baldvin Þór Magnússon keppir fyrir Ísland hönd á Evrópumótinu í víðavangshlaupi sem fram fer í Antalya í Tyrklandi á sunnudaginn kemur.

Mótið er haldið í Tyrklandi í fyrsta skipti og verður hlaupið á 1.500 metra langri braut, fimm hringir hjá bæði körlum og konum.

Baldvin hefur verið í fremstu röð íslenskra hlaupara undanfarin ár og á m.a. fimm núgildandi Íslandsmet, í 1.500, 3.000 og 5.000 metra hlaupum og í bæði 5 og 10 kílómetra götuhlaupum.

Meðal mótherja hans verður Jakob Ingebrigtsen frá Noregi sem varð Evrópumeistari í greininni bæði 2021 og 2022.

Meira um hlaupið og viðtal við Baldvin er að finna á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert