Hafnfirðingar sterkari í Egilshöll

Pétur Maack, sem nú leikur með SFH, og Sölvi Egilsson …
Pétur Maack, sem nú leikur með SFH, og Sölvi Egilsson eigast við. mbl.is/Kristinn Magnússon

SFH, Skautafélag Hafnarfjarðar, sigraði Fjölni, 3:1, á Íslandsmóti karla í íshokkí í Skautahöllinni í Egilshöll í kvöld.

Staðan eftir fyrstu lotu var markalaus en þeir Ævar Arngrímsson og Taylor Swallow komu SFH í 2:0 í annarri lotu.

Gunnlaugur Guðmundsson skoraði þriðja mark Hafnfirðinga í þriðju lotu áður en Martin Simanek minnkaði muninn fyrir Fjölni undir lokin.

Staðan:

  1. SR 16
  2. Fjölnir 16
  3. SA 15
  4. SFH 7
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert