SR vann 11 marka leik

Axel Orongan skoraði tvö mörk fyrir SR í kvöld.
Axel Orongan skoraði tvö mörk fyrir SR í kvöld. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

SR hafði betur gegn SFH, 7:4, í fjörugum leik í úrvalsdeild karla í íshokkí í skautahöllinni í Laugardal í kvöld.

Með sigrinum fór SR á topp deildarinnar þar sem liðið er með 22 stig, einu stigi fyrir ofan SA sem á tvo leiki til góða.

SR hóf leikinn af miklum krafti og komst í 4:0 í fyrstu lotu með tveimur mörkum frá Gunnlaugi Þorsteinssyni, einu frá Axel Orongan og einu frá Hákoni Magnússyni.

Elvar Snær Ólafsson minnkaði muninn fyrir SFH og staðan 4:1 eftir fyrstu lotu.

Í annarri lotu skoraði Axel Orongan annað mark sitt fyrir SR áður en Elvar Snær skoraði annað mark sitt fyrir SFH. Staðan að annarri lotu lokinni því 5:2.

Í þriðju lotu kom Níels Hafsteinsson liði SR í 6:2 áður en Ævar Arngrímsson og Edgar Protcenko skoruðu tvö mörk í röð fyrir SFH og minnkuðu muninn í 6:4.

Níels skoraði svo annað mark sitt fyrir SR undir blálokin og tryggði heimamönnum þriggja marka sigur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert