Botnlið ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Southampton, tilkynnti Ivan Juric sem nýja knattspyrnustjóra liðsins í dag.
Russell Martin var rekinn sem knattspyrnustjóri liðsins eftir 5:0 tap gegn Tottenham síðastliðinn sunnudag og hinn 49 ára gamli Juric tekur við af honum.
Juric var sjálfur rekinn úr síðasta starfi sínu sem knattspyrnustjóri en hann stýrði ítalska A-deildarfélaginu Roma í aðeins 12 leiki á tímabilinu.
Welcome to Southampton, Ivan Jurić 😇
— Southampton FC (@SouthamptonFC) December 21, 2024
Juric hefur einungis stýrt liðum á Ítalíu hingað til en auk þess að stýra Roma hefur hann til dæmis verið hjá Torino, Hellas Verona og Genoa.