Af HM og beint á sjúkrahús

Sandro Sosing var fluttur á spítala.
Sandro Sosing var fluttur á spítala. Ljósmynd/PDC

Pílukastarinn Sandro Sosing dró sig úr keppni á heimsmeistaramótinu vegna veikinda. Sosing átti að mæta Ian White á föstudaginn var en dró sig úr keppni og fór á sjúkrahús vegna brjóstverkja.

Hann hefur nú verið greindur með Guillain-Barré heilkennið sem er sjaldgæfur taugasjúkdómur. Flestir sem greinast með sjúkdóminn ná sér að fullu.

Sosing, sem er í 225. sæti heimslistans, komst inn á HM eftir að hann endaði í öðru sæti á Asíumótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert