Ástralski tennisleikarinn Nick Kyrgios segir að lyfjamál þar sem stórmótsmeistararnir Jannik Sinner og Iga Swiatek komu við sögu sé ógeðslegt fyrir tennis.
Ítalski tennisleikarinn Sinner féll tvisvar á lyfjaprófi í mars eftir að sterinn clostebol fannst í blóðrás Ítalans.
Pólska tenniskonan Swiatek féll á lyfjaprófi í ágúst þegar hjartalyf fannst í blóðprufu hennar.
„Mér finnst þetta hafa verið meðhöndlað á hræðilegan hátt,“ segir hinn 29 ára Kyrgios.
„Tvö efstu á heimslistanum sem hafa bæði verið gripin fyrir lyfjamisnotkun er ógeðslegt fyrir okkar íþrótt,“ bætti Ástralinn við.
Alþjóðlega siðanefndin í tennis, ITIA, refsaði ekki Sinner en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að sterin clostebol hafi borist óviljandi í blóðrás Ítalans eftir meðhöndlun sjúkraþjálfara Sinners.
Sama nefnd féll á skýringar Swiatek um að hún hafi óvart innbyrt lyfið í gegnum smit og fékk hún aðeins eins mánaðar keppnisbann.