Undrabarnið komst áfram

Luke Littler.
Luke Littler. Ljósmynd/Alþjóða pílusambandið

Hinn ungi Luke Littler er kominn áfram í 16-manna úrslit eftir 4:1-sigur gegn Ian White á heimsmeistarmótinu í pílukasti í Lundúnum í gærkvöld.

Hann mun mæta Ryan Joyce í 16-manna úrslitum.

Fyrrverandi heimsmeistarinn Michael van Gerwen hafði betur gegn Norður-Íranum Brendan Dolan, 4:2, í gærkvöld.

Van Gerwen mun mæta annaðhvort Jeffred de Graaf eða Paolo Nebrida í 16-manna úrslitum.

Mesta spennan var í leik Chris Dobey og Josh Rock í gærkvöldi. Dobey hafði að lokum betur, 4:2, og mun mæta annaðhvort Kevin Doets eða Krzysztof Ratajski í 16-manna úrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert