Síðasti dansinn hjá crossfit-drottningum Íslands?

Katrín Tanja Davíðsdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir verða …
Katrín Tanja Davíðsdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir verða sama í liði í fyrsta sinn. Ljósmynd/Wodapalooza

Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir munu í sameiningu taka þátt í CrossFit-keppni TYR Wodapalooza í Miami í Flórída-ríki í Bandaríkjunum í næsta mánuði.

Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara hafa allar verið í fremstu röð í CrossFit um langt árabil en aldrei verið saman í liði eins og verður tilfellið þegar Wodapalooza, hreystikeppni þar sem CrossFit-keppnin er aðalviðburðurinn, fer fram frá 23. til 26. janúar.

Katrín Tanja hafði áður gefið út að hún væri hætt keppni í CrossFit en hefur nú ákveðið að keppa einu sinni til viðbótar til þess að mynda ógnarsterkt lið íslensku dætranna.

Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar orðið heimsmeistarar í CrossFit í tvígang og Sara hefur tvisvar unnið til bronsverðlauna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert