Luke Littler er kominn áfram í átta manna úrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti eftir sigur á Ryan Joyce, 4:3, í Alexandra Palace í Lundúnum í kvöld.
Allt var jafnt fyrir síðasta sett en í því sjöunda var Littler sterkari, vann 3:1, og er kominn áfram.
Þá eru Hollendingurinn Michael van Gerwen og Englendingurinn Stephen Bunting komnir áfram.
Van Gerwen vann Svíann Jeffrey de Graaf, 4:2, og Bunting vann samlanda sinn Luke Woodhouse, 4:0.
Átta manna úrslitin hefjast síðan 1. janúar en þá mætast eftirfarandi:
Peter Wright - Stephen Bunting
Luke Littler - Nathan Aspinall
Chris Dobey - Gerwyn Price
Michael van Gerwen - Callan Rydz