Þessi þrjú eru tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins

Björg Elín Guðmundsdóttir, Haukur Guðberg Einarsson og Ingibergur Þór Jónasson.
Björg Elín Guðmundsdóttir, Haukur Guðberg Einarsson og Ingibergur Þór Jónasson. Ljósmynd/Samsett

Valnefnd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur tilnefnt þrjá sjálfboðaliða úr íþróttahreyfingunni sem Íþróttaeldhuga ársins. Þetta er í þriðja sinn sem þessi verðlaun eru veitt.

Verðlaunin verða veitt næsta laugardag samhliða Íþróttamanni ársins, þjálfara ársins og liði ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna.

Haraldur Ingólfsson fékk verðlaunin fyrstur árið 2022 fyrir starf sitt hjá Þór Akureyri og Guðrún Kristín Einarsdóttir var svo valin á síðasta ári fyrir sjálfboðaliðastarf sitt hjá Aftureldingu.

Valnefndin er skipuð af þeim Þóreyju Eddu Elísdóttur, Kristínu Rós Hákonardóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur, Snorra Einarssyni og Degi Sigurðssyni.

Þeir einstaklingar sem valnefndin valdi úr röðum tilnefninga eru í stafrófsröð:

Björg Elín Guðmundsdóttir (handknattleikur), hefur starfað fyrir Knattspyrnufélagið Val og Handknattleikssamband Íslands (HSÍ).

Haukur Guðberg Einarsson, (knattspyrna), formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur 

Ingibergur Þór Jónasson, (körfuknattleikur), formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert