Stjörnurnar úr leik í annarri umferð

Serbinn Novak Djokovic og Ástralinn Nick Kyrgios í leiknum í …
Serbinn Novak Djokovic og Ástralinn Nick Kyrgios í leiknum í dag. AFP/Patrick Hamilton

Tennisstjörnurnar Novak Djokovic og Nick Kyrgios töpuðu gegn Nikola Mektic og Michael Venus í tvíliðaleik karla í annarri umferð á alþjóðlegu móti í Brisbane í dag.

Þeir töpuðu fyrsta settinu 6:2 en unnu annað sett 6:3 og byrjuðu þriðja vel. Djokovic og Kyrgios voru aðeins tveimur stigum frá sigri en þá gerði Djokovic tvö dýr mistök í röð og og Mektic og Venus unnu 8:6.

Kyrgios keppti í fyrsta sinn í einliðaleik síðan í september 2023 á dögunum þegar hann tapaði gegn Giovanni Mpetshi Perricard  7:6 (7:2) 6:7 (4:7) 7:6 (7:3). Eftir leikinn sagðist hann ekki viss hvort hann gæti tekið þátt á Opna ástralska mótinu í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert