Björgvin Karl Guðmundsson hefur samþykkt samningstilboð frá nýrri atvinnumannadeild í crossfit. Deildin ber nafnið World fitness project.
Með samningnum verður Björgvin á föstum tekjum í stað þess að treysta einungis á verðlaunafé og auglýsingasamninga.
Þrátt fyrir að vera kominn í atvinnumannadeild má Björgvin enn taka þátt í heimsleikunum, stærstu crossfit-keppni heims.
Björgvin er einn 20 crossfit-manna sem fengu samning hjá nýju samtökunum. Einnig verður kvennadeild hjá samtökunum sem inniheldur einnig 20 crossfit-konur.
Barbell Spin greinir frá að samningurinn sé upp á allt að 100.000 dollara eða um 14 milljónir króna.