Vítakeppni í fyrsta leik ársins

SA hafði betur í vítakeppninni.
SA hafði betur í vítakeppninni. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Vítakeppni þurfti til að útkljá málin í sigri SA á Fjölni, 2:1, á Íslandsmóti kvenna í íshokkí á Akureyri í gær. 

SA er á toppnum eð 19 stig en Fjölnir er í öðru sæti með 17. 

Venjulegum leiktíma lauk með 1:1-jafntefli. Kolbrún Garðarsdóttir skoraði fyrir Fjölni en Amanda Bjarnadóttir jafnaði metin fyrir SA.

Eftir venjulegan leiktíma var komið að framlengingu en í henni var ekki skorað og þurfti því vítakeppni til að útkljá málin.

Þar hafði SA betur, 3:1, og vann því leikinn 2:1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert