Kári íþróttamaður Þróttar

Kári Kristjánsson með verðlaunin ásamt Katrínu Atladóttur varaformanni og Bjarnólfi …
Kári Kristjánsson með verðlaunin ásamt Katrínu Atladóttur varaformanni og Bjarnólfi Lárussyni formanni Þróttar. Ljósmynd/Jón Hafsteinn

Knattspyrnumaðurinn Kári Kristjánsson var í gær heiðraður sem íþróttamaður Þróttar í Reykjavík fyrir árið 2024.

Kári er tvítugur miðjumaður og var í lykilhlutverki í liði Þróttar í 1. deildinni á síðasta tímabili þar sem hann skoraði 11 mörk í 21 leik og var fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar.

Hann var jafnframt valinn knattspyrnumaður ársins hjá Þrótti en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann þegar leikið tæplega 100 mótsleiki fyrir meistaraflokk félagsins.

Jelena Tinna Kujundzic var valin knattspyrnukona ársins hjá Þrótti og blakfólk félagsins árið 2024 voru þau Mateusz Rucinski og Lesly Maryori Pina Vargas. Þau eru bæði spilandi þjálfarar í meistaraflokkum félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert