„Það hefur alveg komið til tals en það má líka gera eitthvað nýtt sem á betur við í dag,“ sagði margfaldi Íslandsmeistarinn og hjólreiðakonan María Ögn Guðmundsdóttir í Dagmálum.
María Ögn, sem er 43 ára gömul, stendur á tímamótum á sínum ferli en hún hefur verið ein fremsta hjólreiðakona landsins undanfarna tvo áratugi.,
Síðasta Cyclothon-keppnin hér á landi var haldin árið 2020 en keppnin var haldin samfleytt frá 2012 til 2020 áður en hún lagði upp laupana, meðal annars vegna mikillar aukningu ferðamanna á þjóðvegum landsins.
„Þetta er ekki sniðugt í dag, ekki þetta keppnisfyrirkomulag allavega,“ sagði María Ögn.
„Það væri hægt að nota bæði Vestfirðina og hálendið meira. Það er ýmislegt sem væri hægt að gera,“ sagði María Ögn meðal annars.
Viðtalið við María Ögn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.