Ákært eftir andlát íþróttamanns

Abdullah Hayayei lést í London.
Abdullah Hayayei lést í London. Ljósmynd/Paralympics

Breska frjálsíþróttasambandið hefur verið ákært fyrir manndráp af gáleysi vegna andláts Abdullah Hayayei árið 2017 er hann var við æfingar í London.

Hayayei, sem er frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, lést þegar kastgreinabúr féll á hann 11. júlí 2017.

Hann keppti á Paralympics-leikunum í Ríó og hafnaði í sjötta sæti í spjótkasti og sjöunda sæti í kúluvarpi í sínum flokki. Hayayei var 36 ára og lét eftir sig fimm börn.

Málið verður tekið fyrir hjá dómstólum 31. janúar næstkomandi og gæti frjálsíþróttasambandið átt yfir höfði sér sekt og verið gert að greiða fjölskyldu Hayayei skaðabætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert