„Ég keypti mér hjól til þess að verðlauna mig fyrir það að hafa verið ófrísk,“ sagði margfaldi Íslandsmeistarinn og hjólreiðakonan María Ögn Guðmundsdóttir í Dagmálum.
María Ögn, sem er 43 ára gömul, stendur á tímamótum á sínum ferli en hún hefur verið ein fremsta hjólreiðakona landsins undanfarna tvo áratugi.,
María keypti sér hjól árið 2008 og eftir það var ekki aftur snúið hjá Íslandsmeistaranum margfalda.
„Ég var á fullu í Boot-camp á þessum tíma og fljótlega eftir að ég keypti hjólið sá ég auglýsingu fyrir Bláa lóns þrautina,“ sagði María Ögn.
„Ég skráði mig í keppnina og mér fannst ég vera á lífi. Ég vann keppnina og ég man þegar ég var að ganga frá hjólinu heima þá hugsaði ég að þetta væri málið,“ sagði María Ögn meðal annars.
Viðtalið við María Ögn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.