Ronnie O’Sullivan, fremsti snókerleikari heims, hefur dregið sig úr keppni á Masters-mótinu af heilsufarsástæðum.
O’Sullivan átti titil að verja en nú er ljóst að hann mun ekki gera það. Neil Robertson kemur inn á mótið í stað Englendingsins.
Hann hefur unnið Masters-mótið átta sinnum, sem er met. Mótið hefst sunnudaginn 12. janúar og lýkur viku síðar, 19. janúar.