Fury leggur boxhanskana á hilluna

Tyson Fury er hættur.
Tyson Fury er hættur. AFP/Adrian Dennis

Tyson Fury, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum í þungavigt, hefur tilkynnt að boxhanskarnir séu komnir á hilluna.

Fury barðist síðast í desember þegar hann tapaði öðrum bardaga sínum fyrir Oleksandr Usyk frá Úkraínu.

Í apríl árið 2022 tilkynnti Fury einnig að hann væri hættur en sneri þá aftur sex mánuðum síðar.

Fury er 36 ára gamall og var í tvígang heimsmeistari í þungavigt. Alls vann hann 34 bardaga, tapaði tveimur, báðum gegn Usyk á síðasta ári, og einum bardaga lauk með jafntefli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert