Titilvörnin á áætlun

Jannik Sinner.
Jannik Sinner. AFP/David Gray

Ítalski tennisleikarinn Jannik Sinner tryggði sér sæti í þriðju umferð Opna ástralska meistaramótsins með því að leggja Ástralann Tristan Schoolkate, 3:1, í annarri umferð mótsins í dag.

Sinner, sem er ríkjandi meistari á stórmótinu, lenti í vandræðum til að byrja með þegar Schoolkate kom flestum í opna skjöldu og vann fyrsta sett 4:6. Sinner svaraði með því að vinna annað sett 6:4.

Í þriðja setti voru yfirburðir Ítalans töluverðir, því lauk 6:1, og klykkti Sinner út með því að vinna fjórða sett 6:3.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert