Ólympíufarinn og margir fleiri í Laugardalshöllinni

Erna Sóley Gunnarsdóttir keppir á Stórmóti ÍR.
Erna Sóley Gunnarsdóttir keppir á Stórmóti ÍR. mbl.is/Kristinn Magnússon

Margt af besta frjálsíþróttafólki landsins tekur þátt í hinu árlega Stórmóti ÍR í Laugardalshöllinni um helgina ásamt mörgum erlendum keppendum.

Mótið stendur yfir frá morgni til kvölds bæði á morgun og á sunnudaginn en auk keppni þeirra bestu er keppt í öllum aldursflokkum frá átta ára aldri. Um 600 þátttakendur eru skráðir til leiks.

Ólympíufarinn og kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir er fremst í flokki íslensku keppendanna sem margir hverjir berjast um að fá keppnisrétt á Reykjavíkurleikunum sem fara fram í Laugardalshöllinni 27. janúar.

Erlendir keppendur koma frá Bretlandi, Írlandi og Færeyjum en um er að ræða alþjóðlegt mót, „Global Calendar“, sem gefur stig í stigakerfi Alþjóða frjálsíþróttasambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert