Ísland vann risasigur á Suður-Afríku, 17:0, í fyrsta leiknum á heimsmeistaramóti U18 ára stúlkna í íshokkí en íslenska liðið hóf keppni í B-riðli 2. deildar í Istanbúl í dag.
Eins og tölurnar bera með sér var um algjöra yfirburði íslenska liðsins að ræða en það átti 87 markskot í leiknum á meðan þær suðurafrísku áttu aðeins þrjú.
Mörk og stoðsendingar Íslands:
Friðrika Magnúsdóttir 4/4, Sólrún Arnardóttir 3/3, Magdalena Sulova 1/4, Kolbrún Björnsdóttir 2/2, Eyrún Garðarsdóttir 2/1, Stefanía Elísarbethardóttir 2/2, Sveindís Sveinsdóttir 1/1, Eva Hlynsdóttir 1/0, Heiðrún Rúnarsdóttir 1/0, Dagný Teitsdóttir 0/2, Sofía Bjarnadóttir 0/1, Brynja Þórarinsdóttir 0/1, Silvía Kristinsdóttir 0/1, Aníta Benjamínsdóttir 0/1,
Stefanía Elísarbethardóttir var valin maður leiksins af þjálfurum liðsins og fékk hún viðurkenningu eftir leikinn.
Íslenska liðið leikur næst gegn Belgíu á mánudaginn.