Frjálsíþróttamaðurinn Baldvin Þór Magnússon bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi innanhúss um átta sekúndur í Sheffield í dag.
Baldvin vann hlaupið af miklu öryggi á tímanum 7:45,11 mínútum en fyrra Íslandsmet hans var 7:53,92 sem hann hljóp í Allendale í Bandaríkjunum árið 2021.
Hann keppir á Reykjavíkurleikunum, RIG, mánudaginn 27. janúar.