Hólmfríður keppti í heimsbikarnum í bruni

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á vetrarólympíuleikunum í Peking.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á vetrarólympíuleikunum í Peking. AFP

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppti í bruni í heimsbikarkeppni kvenna í Cortina á Ítalíu í gær og kom hún í mark á tímanum 1:40.24.

Hólmfríður skíðaði mjög vel í fyrri hluta brautarinnar en missti aðeins niður hraðann í seinni helming brautar og endaði hún í 50. sæti af 54 keppendum.

Sofia Goggia frá Ítalíu sigraði á 1:33,95 mínútu og hin gamalreynda og fertuga Lindsey Vonn hafnaði í 20. sæti á 1:35,63 mínútu.

Brautin í Cortina er einstaklega krefjandi en nefna má að í henni verður einmitt brunkeppni Vetrarólympíuleikanna á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert