Sigríður Á. Andersen Íslandsmeistari í bekkpressu

mbl.is/Hákon

Sigríður Á. Andersen, alþingismaður til margra ára og fyrrverandi dómsmálaráðherra, er Íslandsmeistari í klassískri bekkpressu í -69 kg flokki M2 50-60 ára.

Sigríður, sem keppir undir merkjum Kraftfélags Reykjavíkur, lyfti 67 kg og bætti rúmlega ársgamalt Íslandsmet um hálft kíló.

Í samtali við mbl.is segir hún félagið vera eina einkarekna íþróttafélagið í Reykjavík – en ekki hvað?

Mörg met féllu á fjölmennu móti

Íslandsmót Kraftlyftingasambands Íslands í bekkpressu var haldið af Breiðabliki og segir Sigríður það trúlega hafa verið það fjölmennasta hingað til en bæði var keppt í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði.

Mörg Íslandsmet féllu á mótinu og sumir slógu Íslandsmet tvisvar. Þeirra á meðal var Heiðar Guðjónsson fjárfestir að sögn alþingismannsins sterka.

mbl.is/Hákon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert