Kraftlyftingamaðurinn Alex Cambray Orrason úr KA og knattspyrnukonan Sandra María Jessen úr Þór/KA voru í dag útnefnd íþróttafólk Akureyrar fyrir árið 2024.
Þau fengu viðurkenningar sínar á íþróttahátíð Íþróttabandalags Akureyrar og Akureyrarbæjar sem haldin var í menningarhúsinu Hofi.
Bæði höfðu þau þegar verið heiðruð hjá sínum félögum því Alex var kjörinn íþróttakarl KA fyrir árið 2024 og Sandra íþróttakona Þórs.