Komst í úrslit í fyrsta sinn

Madison Keys fagnar glæsilegum sigri í dag.
Madison Keys fagnar glæsilegum sigri í dag. AFP/Yuichi Yamazaki

Bandaríkjakonan Madison Keys tryggði sér í dag sæti í úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis þegar hún lagði hina pólsku Igu Swiatek afar óvænt, 2:1, í undanúrslitum.

Þar með komst Keys í úrslit á mótinu í fyrsta sinn. Þar mætir hún hinni hvítrússnesku Arynu Sabalenku sem hefur unnið Opna ástralska undanfarin tvö ár.

Keys tapaði fyrsta setti 5:7 en vann svo annað sett 6:1. Þriðja sett vann hún svo 7:6 eftir upphækkun og komst þannig í úrslit á stórmóti í annað sinn á ferlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert