Eir og Benóný valin best

Eir Chang Hlésdóttir.
Eir Chang Hlésdóttir. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Knattspyrnumaðurinn Benóný Breki Andrésson og frjálsíþróttakonan Eir Chang Hlésdóttir eru íþróttamenn Seltjarnarness 2024.

Eir varð Norðurlandameistari í 200 m hlaupi í U-20 ára utanhúss, lenti í þriðja sæti í 400 m hlaupi í Danmörku og náði lágmarki á heimsmeistaramóti undir 20 ára í Perú. Hún komst í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu U-18 ára í Slóvakíu og á Meistaramóti Íslands innanhúss varð Eir Chang Íslandsmeistari í 200 m og lenti í þriðja sæti í 60 m. Hún var valin spretthlaupari ársins 2024 hjá FRÍ. Hún varð fimm sinnum Íslandsmeistari 16-17 ára innanhúss í 60m, 200m, hástökki og 4x200m boðhlaupi stúlkna.

Benóný Breki Andrésson er 19 ára gamall og gekk til liðs við Stockport County eftir frábært ár með KR í Bestu deild. Hann var markahæstur í deildinni með 21 mark í 26 leikjum og var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar.

Benóný Breki Andrésson.
Benóný Breki Andrésson. Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert