Skíðagöngumennirnir Fróði Hymer, Ástmar Helgi Kristjánsson og Grétar Smári Samúelsson tóku allir þátt í 20 km hópstarti með hefðbundinni aðferð á heimsmeistaramóti unglinga í sem fram fer í Schilpario á Ítalíu.
Fróði sem er B-landsliðsmaður og keppir fyrir Skíðagöngufélagið Ull átti góða göngu og endaði í 32. sæti af 81 sem hófu keppni og var 4:59,7 mínútum á eftir sigurvegaranum Lars Heggen frá Noregi.
Þetta er besti árangur Íslands á HM unglinga í skíðagöngu frá upphafi. Daníel Jakobsson frá Ísafirði átti besta árangurinn en hann náði 37. sæti, 6:36,9 mínútum á eftir sigurvegaranum, í 30 km göngu með frjálsri aðferð árið 1993.
Ástmar Helgi Kristjánsson átti einnig mjög góða göngu og endaði hann í 61. sæti +11:38,5 á eftir sigurvegaranum. Grétar Smári Samúelsson fékk ekki að klára keppni.