Fyrsti forsetinn sem verður viðstaddur

Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir á Ofurskálarleikinn.
Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir á Ofurskálarleikinn. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Donald Trump Bandaríkjaforseti verður á sunnudagskvöld fyrsti sitjandi forsetinn í sögunni sem mætir á Ofurskálarleikinn í NFL-deildinni í ruðningi er Kansas City Chiefs mætir Philadelphia Eagles í New Orleans.

Úrslitaleikur NFL-deildarinnar fer nú fram í 59. sinn. Í gegnum árin hafa Bandaríkjaforsetar komið að viðureigninni með óbeinum hætti, til að mynda með því að kasta peningnum fyrir leikinn úr Hvíta húsinu en Trump verður fyrstur til að vera viðstaddur.

Öryggisgæsla verður aukin til muna vegna komu Bandaríkjaforseta en einnig vegna árásarinnar í New Orleans á nýársdag þegar Banda­ríkjamaður­inn Shamsud-Din Jabb­ar keyrði inn í mannmergð í borginni og varð 14 manns að bana.

Vinnur Kansas þriðja árið í röð?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert